Íslenska



 

Bókmenntafræði ljóða
Myndmál
Stílbrögð
Túlkunarþættir
Minnisblað
© Eiríkur Páll Eiríksson
Kristinn Kristjánsson
2. útg. maí 2002
1. útg. sept. 2000

Til athugunar við lestur ljóða

1) Lestu ljóðið, oftar en einu sinni og gjarna upphátt.

2) Reyndu að gera þér grein fyrir meginatriðum ljóðsins og sérkennum þess.

a) Hvert er meginefni ljóðsins? Hver er yfirborðsmynd þess? Yfirborðsmynd er t.d. sú saga sem er sögð í ljóði.

b) Hver er titill ljóðsins? Skiptir hann máli? Ef svo er, hvernig?

c) Hverfist ljóðið um einn kjarna (miðleitið) eða bætist ein hugmynd við aðra (útleitið)?

d) Hvernig birtist mælandi? Er hann huglægur (ég) eða hlutlægur? Hvernig er sambandi hans við lesanda háttað? Er hann nálægur eða fjarlægur?

e) Er orðaval hátíðlegt eða hversdagslegt? Skáldlegt eða óskáldlegt?

f) Eru ákveðin stílbrögð áberandi?

  • Endurtekningar?
  • Andstæður?
  • Vísun?
  • Þversögn?
  • Ýkjur?
  • Úrdráttur?

g) Eru eitthvað í ljóðinu sem táknar annað og meira en sig sjálft? Eru þetta almenn tákn eða einstaklingsbundin?

h) Hvernig er myndmáli ljóðsins háttað? Hversu mikilvægt er það fyrir ljóðið?

Bein mynd, líking, myndhverfing, – persónugerving, hlutgerving

i) Er höfundurinn að koma ákveðnum boðskap til skila?

3) Ofantalin eru minnisatriði við greiningu sem segja ekkert ein og sér. Túlkun er leit að heildarmerkingu verks. Ljóðgreingin á að vera í sammfelldu máli og byggð upp eins og hver annar texti (ritgerð).